Hann kallar þetta ekki endilega ljóð. Og ekki prósa. Frekar texta. Kött Grá Pjé gefur út hjá Bjarti bókina Perurnar í íbúðinni minni. Bókin er á leið úr prentun. En hér er titiltextinn. PERURNAR Í ÍBÚÐINNI MINNI Ein af annarri dóu perurnar í íbúðinni. Það gerðist ekki sisvona. Ég tók ákvörðunina um vor. Skömmu fyrir
Siobhan Dowd fæddist í London 1960. Hún bjó í Bretlandi og Bandaríkjunum, skrifaði bækur og ritstýrði. Dowd var ötull aðgerðasinni. Hún var virk í samtökunum PEN og ferðaðist m.a. til Indónesíu og Gvatemala til að kynna sér mannréttindi rithöfunda þar. Árið 2004 greindist Dowd með brjóstakrabbamein sem síðar lagði hana að velli. Í veikindunum fékk
Út er komin hjá Bjarti bókin Leitin að svarta víkingnum eftir Bergsvein Birgisson. Einn leyndardómur íslenskra fornsagna eru örstutt brot um „svartleitan“ mann sem þar bregður fyrir – Geirmund heljarskinn. Hann er sagður dökkur og ljótur, með mongólska andlitsdrætti af konunglegum uppruna, sagður „göfgastur landnámsmanna“ og ríður um sveitir Íslands með áttatíu vígamenn, og á
Út er komin hjá Veröld bókin Tröllastrákurinn læknar hrekkjusvín eftir Sigríði Arnardóttur, Sirrý. Tröllastráknum Vaka og Sögu vinkonu hans finnst fátt skemmtilegra en að smíða kofa og það er alltaf eitthvað spennandi að gerast í litla kofaþorpinu þeirra. Hrekkjusvín vinna skemmdarverk á kofunum í skjóli nætur og Vaki og Saga fyllast reiði og örvæntingu. Óvæntur atburður
Út er komin hjá Veröld bókin Hulduþjóðir Evrópu eftir Þorleif Friðriksson. Evrópa er samfélag fjölda þjóða sem margar hverjar búa í sambýli við stærri og voldugri þjóðir. Sumar af þessum þjóðum þekkja flestir, t.d. Sama. Færri vita um tilvist margra þeirra, eins og t.d. Rútena, Husula og Bojka. Í gegnum aldirnar hafa landamæri færst til