Út er komin hjá Veröld glæpasagan Drungi eftir Ragnar Jónasson. Haustið 1987 fer ungt par í rómantíska ferð í sumarbústað á Vestfjörðum – ferð sem fær óvæntan endi og hefur skelfilegar afeiðingar. Tíu árum síðar ákveður lítill vinahópur að verja helgi í gömlum veiðikofa í Elliðaey, nánast sambandslaus við umheiminn. Í lok dvalarinnar lætur kona
Út er komin hjá Veröld bókin Tvísaga – móðir, dóttir, feður eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur. Þótt ég ég grátbæði hana var ég ekki viss um að mamma segði mér sannleikann um hver raunverulegur faðir minn væri. En hvort sem henni líkaði betur eða verr þá var kominn tími til að feluleiknum lyki eftir áratuga þögn.
Út er komin hjá Veröld bókin Aflausn eftir Yrsu Sigurðardóttur. Ráðist er á unglingsstúlku á salerni í kvikmyndahúsi. Á óhugnanlegum myndskeiðum sem send eru vinum hennar á Snapchat sést þessi vinsæla stelpa ítrekað biðjast fyrirgefningar – en á hverju og af hverju? Lögreglan er ráðalaus í leit sinni að ofbeldismanninum og stúlkunni, sem er horfin.
Út er komin hjá Veröld bókin Allt mitt líf er tilviljun – Ævintýralegt lífshlaup Birkis Baldvinssonar úr saggafullum kjallara í hæstu byggingu heims eftir Sigmund Erni Rúnarsson. Það er langur vegur frá verkamannabústöðum á Siglufirði eða saggafullum kjallara í Keflavík til þess að halda heimili í þremur heimsálfum og stunda milljarða viðskipti. En á þessari
Út er komin hjá Veröld barnabókin Lói – Þú flýgur aldrei einn úr smiðju GunHil. Óvænt atvik verða til þess að lóunginn Lói verður eftir þegar langbesta vinkona hans, Lóa Vera, flýgur suður um höf með hinum farfuglunum um haustið. Lói er staðráðinn í að berjast fyrir lífi sínu og hitta Lóu Veru aftur um vorið.