Um Bjart & Veröld

Um Veröld

Bókaútgáfan Veröld var stofnuð árið 2005. Tveimur árum síðar varð hún hluti af Bjarti og Veröld. Veröld gefur út skáldverk, barnabækur, ævisögur, handbækur og bækur almenns efnis.

Um Bjart

Bjartur er metnaðarfullt bókaforlag í Reykjavík. Bjartur hefur gefið út bækur í meira en aldarfjórðung. Fyrst var áherslan lögð á þýddan skáldskap, fyrsta flokks skáldskap frá öllum heimshornum, en þegar árin liðu fjölgaði íslenskum skáldum á útgáfulista Bjarts.

Bjartur einbeitir sér að því að gefa út bækur sem bæta lífið í landinu.

Um Fagurskinnu

Fagurskinna er nýtt svið innan Bjarts & Veraldar. Fagurskinna veitir  einstaklingum, félagasamtökum og stofnunum útgáfuþjónustu. Í því felst forlagsritstjórn, prófarkalestur, hönnun, umbrot, samskipti við prentsmiðjur og síðan útgáfa og eftirfylgni á markaði. 

Bjartur & Veröld og Fagurskinna eru til húsa að Vesturvör 30B í Kópavogi. Sími 414 14 50.