Bjartur hefur gefið út bókina Íslensk öndvegisljóð – frá Hallgrími Péturssyni til Ingibjargar Haraldsdóttur. Gullöld íslenskrar ljóðagerðar má segja að hefjist á 17. öld, eftir að Hallgrímur Pétursson kom fram, og rís svo í hæstu hæðir á miðri 19. öld í kjölfar rómantísku stefnunnar með Jónas Hallgrímsson í broddi fylkingar. Næstu hundrað ár á eftir