Fréttir

Rýmingarsala bókaútgefenda í Holtagörðum!

Rýmingarsala bókaútgefenda í Holtagörðum!

Hin árlega Rýmingarsala bókaútgefenda er hafin í Holtagörðum. Aldrei meira úrval - aldrei betra verð. Barnabækur í miklu úrvali, kiljur, stórvirki, sjálfshjálparbækur, ævisögur, ljóð ... Allt sem hugurinn girnist! Opið alla daga klukkan 10-18. Nú gildir að láta ekki happ úr hendi sleppa! Næg bílastæði, Bónus við hliðina – allt sem þú þarft á einum stað!

Meira →


„Í toppbaráttu við fyndnustu bækur síðari tíma“

„Í toppbaráttu við fyndnustu bækur síðari tíma“

Hözzlaðu eins og þú verslar eftir Susanne Jansson er „í toppbaráttu við fyndnustu bækur síðari tíma,“ segir Júlía Margrét Alexandersdóttir í Morgunblaðinu í dag. „Það er ekki sjálfsagt að það heppnist vel að koma fyndni svo vel sé yfir á annað tungumál en höfundar. Verð að nefna að Helgu Soffíu Einarsdóttur tekst það lýtalaust og nær að snara hverri einustu háræð húmorsins yfir á íslensku enda skiptir það öllu máli í þessu tilfelli þar sem Hözzlaðu eins og þú verslar er í toppbaráttu við fyndnustu bækur síðari tíma. Þar er það bæði orðfæri Lovísu sjálfrar og uppátæki sem og vinahóps...

Meira →


Draugagangur hjá Bjarti: „Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds.“

Draugagangur hjá Bjarti: „Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds.“

Starfsfólk bókaútgáfunnar Bjarts er slegið yfir ókennilegum draugagangi í tengslum við útgáfu sænsku metsölubókarinnar Fórnarmýrin. Sagan fjallar um unga konu sem kemur á heimaslóðir að rannsaka mýrlendi. Þar voru guðunum færðar mannfórnir fyrr á tíð og sagan segir að enn þann dag í dag hverfi menn sporlaust í þessu votlendi. Nú virðist sem höfundurinn sjálfur hafi horfið ofan í sína eigin fórnarmýri. Þegar kiljan kom úr prentun reyndist nafn höfundarins, Susanne Jansson, nefnilega vanta framan á kápuna. Strax var farið að kanna málið og reyndist rétt skjal með nafni höfundarins sannarlega hafa verið sent í prentun og það sem meira var: þetta...

Meira →


VILTU VERÐA METSÖLUHÖFUNDUR?

VILTU VERÐA METSÖLUHÖFUNDUR?

Rithöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu í fyrra til sérstakra glæpasagnaverðlauna sem nefnast Svartfuglinn í samvinnu við útgefanda sinn, Veröld. Eva Björg Ægisdóttir hlaut verðlaunin í ár fyrir sögu sína Marrið í stiganum sem kom út í apríl. Bókin fór strax í efsta sæti á mestölulista Eymundsson og hefur verið á metsölulistanum síðan. Verðlaunin eru veitt fyrir handrit að áður óbirtri glæpasögu og er við það miðað að sagan komi út hjá Veröld í upphafi Viku bókarinnar í apríl ár hvert. Verðlaunin nema 500.000 krónum auk hefðbundinna höfundarlauna samkvæmt rammasamningi Félags íslenskra bókaútgefenda og Rithöfundasambands Íslands. Einnig býðst þeim sem sigur...

Meira →


ALÞINGI STYRKIR BJART TIL AÐ GEFA ÚT SUMARHÚS!

ALÞINGI STYRKIR BJART TIL AÐ GEFA ÚT SUMARHÚS!

Forsætisnefnd Alþingis hefur samið við Bjart um að gefa út þrekvirkið Sumarhús – Íslensk heiðarbýli í aldanna rás í nokkrum bindum. Mun þingið styrkja útgáfuna um 50 milljónir á ári næstu þrjú árin hið minnsta og er stefnt að því að verkið komi einhvern tíma út. Nefndin segir að nafn Bjarts sé samofið sögu örreitiskota landsins og því sé við hæfi að hann annist útgáfu á sögu þeirra í tilefni af hundrað ára afmæli fullveldis á þessu ári. Þingsályktunartillaga þess efnis verður borin upp og samþykkt á sérstökum hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í dag, 18. júlí, degi íslenska fjárhundsins. Eitt...

Meira →