Fréttir

Svartfuglinn ekki veittur í ár – hefur verið afhentur í síðasta sinn

Svartfuglinn ekki veittur í ár – hefur verið afhentur í síðasta sinn

Glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn, sem Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til í samvinnu við bókaforlagið Veröld árið 2017, verða ekki veitt í ár. Markmið verðlaunanna var að efla íslensku glæpasöguna með því að laða fram nýja höfunda og veita þeim brautargengi, bæði heima og erlendis. Ár hvert var efnt til samkeppni um þau og var eina skilyrðið að höfundurinn hefði ekki sent frá sér glæpasögu áður. Verðlaunin hafa leitt fram hóp af nýjum krimmahöfundum. Meðal annars hafa tvær af verðlaunabókunum nú þegar komið út erlendis og þar af hefur fyrsta verðlaunabókin, Marrið í stiganum eftir Evu Björgu Ægisdóttur, komið út á um tuttugu...

Meira →


Eva Björg hlýtur Blóðdropann í ár!

Eva Björg hlýtur Blóðdropann í ár!

Heim fyrir myrkur eftir Evu Björgu Ægisdóttur hlýtur Blóðdropann – Íslensku glæpasagnaverðlaunin í ár. Í umsögn dómnefndar sagði: „Heim fyrir myrkur er grípandi sálfræðitryllir sem erfitt er að leggja frá sér. Andrúmsloft óhugnaðar og dulúðar er listilega byggt upp og grunsemdum og efa sáð jöfnum höndum í huga lesanda. Sögusviðið er lifandi og vel er unnið úr sögulegum atburðum í bakgrunni frásagnarinnar. Þessi samfélagslegi vinkill, sem snertir á sögu vistheimila á Íslandi, er fléttaður við fjölskyldudrama og hversdagslíf ungs fólks í borgfirsku dreifbýli upp úr miðri síðustu öld og úr verður sannfærandi og afar spennandi frásögn með fjölbreyttu og breysku persónugalleríi....

Meira →


Svartfuglinn – skilafrestur til 1. mars!

Svartfuglinn – skilafrestur til 1. mars!

Frestur til að skila inn handritum í samkeppnina um glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn 2024 er til 1. mars næstkomandi. Bókin kemur síðan út hjá Veröld snemma hausts, samkvæmt rammasamningi Félags íslenskra bókaútgefenda og Rithöfundasambands Íslands. Verðlaunin nema 500.000 krónum. Eva Björg Ægisdóttir hlaut fyrst allra Svartfuglinn fyrir Marrið í stiganum en bækur hennar koma nú út um víða veröld við frábærar undirtektir og kalla erlendir gagnrýnendur hana næstu stórstjörnu norrænu glæpasögunnar. Katrín Júlíusdóttir fyrrverandi ráðherra og alþingismaður hlaut Svartfuglinn árið 2020 fyrir Sykur sem kom nýverið út í Bretlandi. Árið 2023 komu verðlaunin í hlut Ragnheiðar Jónsdóttur fyrir Blóðmjólk en Sigurjón Sighvatsson hefur nú...

Meira →


Íslandsmet í Hörpu?

Íslandsmet  í Hörpu?

Helgina 25.-26. nóvember verður Bókahátíð haldin í Hörpu. Þar kynna útgefndur bækur sínar og lesið verður úr nær 100 bókum. Líklegt má telja að það sé umfangsmesta upplestrardagskrá Íslandssögunnar. Okkar fólk les sem hér segir: Laugardagur kl. 13-14Harpa Rún Kristjánsdóttir – Vandamál vina minna, Eva Björg Ægisdóttir – Heim fyrir myrkur Laugardagur kl. 15-16Bára Baldursdóttir – Kynlegt stríð Sunnudagur kl. 12-13Kristinn Óli S. Haraldsson – Króli – Maður lifandiElín Hirst – Afi minn stríðsfanginnBjarni M. Bjarnason – Dúnstúlkan í þokunni Sunnudagur kl. 13.-14Aðalheiður Halldórsdóttir – TaugatrjágróðurÍ BARNABÓKAHORNINU:Kristín Helga Gunnarsdóttir – Obbuló í Kósímó Sunnudagur kl. 14-15Kristján Hrafn Guðmundsson – Vöggudýrabær Sunnudagur kl. 16-17Ármann...

Meira →


Beðist afsökunar á mistökum

Beðist afsökunar á mistökum

Þau leiðu mistök urðu við gerð bókar okkar Forystufé og fólkið í landinu að greinarinnar og höfunda hennar „Forystufé á Íslandi“, sem birtist í Náttúrufræðingnum (85. árg., 3.–4. hefti, 2015, bls. 99–100), var ekki getið þar sem texti úr greininni er tekinn upp á bls. 9-10 í bókinni. Höfundar greinarinnar eru Jón Viðar Jónmundsson, Lárus G. Birgisson, Sigríður Jóhannesdóttir, Emma Eyþórsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson og Ólafur Dýrmundsson. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum. Þau verða leiðrétt í nýjum útgáfum. Daníel Hansen Guðjón R. Jónasson

Meira →