Fréttir

Svartfuglinn – skilafrestur framlengdur!

Svartfuglinn – skilafrestur framlengdur!

Öllum til hagræðingar hefur skilafrestur í Svartfuglinn verið framlengdur til 10. janúar næstkomandi. Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til þessara í samvinnu við útgefanda sinn, Veröld. Eva Björg Ægisdóttir hlaut fyrst allra verðlaunin í apríl síðastliðnum fyrir Marrið í stiganum sem er ein mest selda bók ársins 2018. Samkeppnin um Svartfuglinn er ætluð höfundum sem hafa ekki sent frá sér áður glæpasögu. Verðlaunin nema 500.000 krónum auk hefðbundinna höfundarlauna samkvæmt rammasamningi Félags íslenskra bókaútgefenda og Rithöfundasambands Íslands. Einnig býðst þeim sem sigur ber úr býtum samningur við umboðsmanninn David H. Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af...

Meira →


Opið um helgina!

Opið um helgina!

Okkur þykir óskaplega gaman að komast í beint samband við vini okkar og lesendur. Því viljum við bjóða þér að koma og versla beint við okkur – eða bara koma og spjalla um nýjustu bækurnar (eða þær gömlu) núna um helgina. Opið á skrifstofutíma á morgun, föstudag en á laugardaginn og á Þorláksmessu kl. 12-15. Margar bækur er að seljast upp, svo sem Kaupthinking eftir Þórð Snæ Júlíusson, Ástin, Texas eftir Guðrúnu Evu, Kópavogskrónika eftir Kamillu Einarsdóttur og fleiri – en við reynum að luma á eintökum!

Meira →


Opið á laugardag!

Opið á laugardag!

Laugardaginn 15. desember verður opið hjá okkur á VÍðimel 38 kl. 12-15 þar sem hægt er að kaupa bækur beint frá býli!

Meira →


Frí heimsending um helgina!

Frí heimsending um helgina!

Sumir segja Svartur fössari eða Cyper Monday - við segjum einfaldlega JÓL og frí heimsending! Við bjóðum öllum sem versla hérna á síðunni fría heimsendingu nú um helgina og gildir það til miðnættis á mánudagskvöld (þó aðeins innanlands). Það eina sem þú þarft að gera er að slá inn afsláttarkóðann JÓL þegar þú lýkur kaupunum.

Meira →


Útgáfusexa í Bíó Paradís

Útgáfusexa í Bíó Paradís

Blásið er til mikillar útgáfuhátíðar á vegum Bjarts & Veraldar í Bíó Paradís, Hverfisgötu 54, fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20. Sex rithöfundar lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum: Guðrún Eva Mínervudóttir (Ástin Texas), Sigurjón Bergþór Daðason (Óbundið slitlag), Þórdís Helgadóttir (Keisaramörgæsir), Kamilla Einarsdóttir (Kópavogskrónika), Benný Sif Ísleifsdóttir (Gríma) og Ármann Jakobsson (Útlagamorðin). Hamingjutími á barnum, bækur á tilboðsverði og ógleymanlegur upplestur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!

Meira →