Fréttir

Útgáfusexa í Bíó Paradís

Útgáfusexa í Bíó Paradís

Blásið er til mikillar útgáfuhátíðar á vegum Bjarts & Veraldar í Bíó Paradís, Hverfisgötu 54, fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20. Sex rithöfundar lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum: Guðrún Eva Mínervudóttir (Ástin Texas), Sigurjón Bergþór Daðason (Óbundið slitlag), Þórdís Helgadóttir (Keisaramörgæsir), Kamilla Einarsdóttir (Kópavogskrónika), Benný Sif Ísleifsdóttir (Gríma) og Ármann Jakobsson (Útlagamorðin). Hamingjutími á barnum, bækur á tilboðsverði og ógleymanlegur upplestur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!

Meira →


Stórbrotin sagnalist

Stórbrotin sagnalist

Bjartur bókaútgáfa hefur sent frá sér bókina Ástin Texas eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Bókin er sagnasafn sem kynnt er þannig á kápubaki: „Ef líf mitt væri hugljúf bíómynd hefði ég sest í lótusstellingu fyrir framan grammófóninn við hvert tækifæri og svifið inn í heim klassískrar tónlistar og háleitra tilfinninga. Inn um dyrnar eitt kvöldið hefði gengið fínlegur og listrænn ungur maður, alger andstæða hnakkatískunnar sem reið röftum á þessum tíma, og fallið í stafi yfir afgreiðslustúlkunni sem var svona mikill listunnandi. Við hefðum orðið ástfangin og skapað okkur innihaldsríkt líf saman. Í staðinn lagðist ég undir sjoppueigandann.“ Í þessum tengdu sögum Guðrúnar...

Meira →


Kynngimögnuð glæpafantasía!

Kynngimögnuð glæpafantasía!

Út er komin hjá Veröld skáldsagan Nornasveimur eftir Emil Hjörvar Petersen. Á Jónsmessunótt er norn myrt í Trékyllisvík á Ströndum. Fórnarlömb galdrabrenna ganga aftur. Illskeytt og dularfull kynjaskepna ræðst til atlögu. Og válegir andar eru á sveimi. Yfirnáttúrudeild rannsóknarlögreglunnar þarf að takast á við skelfilegt ástandið með aðstoð huldumiðilsins Bergrúnar Búadóttur og Brár, dóttur hennar. Samhliða því að kljást við ókennileg öfl þurfa mæðgurnar að horfast í augu við eigin breyskleika og innri ógnir. Emil Hjörvar Petersen hefur hlotið einróma lof fyrir bækur sínar og er tvímælalaust eitt helsta fantasíuskáld Íslendinga. Sagafilm vinnur að sjónvarpsþáttaröð eftir bókum hans þar sem þær...

Meira →


Óður til Íslands

Óður til Íslands

Út er komin hjá Veröld bókin Hjarta Íslands eftir þá Gunnstein Ólafsson og Pál Stefánsson. Hjarta Íslands er sannkallaður kjörgripur öllum þeim er unna náttúru landsins. Hér birtist hálendið í allri sinni dýrð í glæsilegu samspili fróðleiks og mynda. Í bókinni sprettur hálendi Íslands fram í aðgengilegum texta og stórbrotnum ljósmyndum. Á síðum hennar fléttast saman jarðfræði, náttúrufræði, þjóðtrú og bókmenntir. Magnaðar ljósmyndir glæða frásögnina enn frekara lífi. Og lesandanum opnast með eftirminnilegum hætti sá dýri arfur sem býr í víðernum landsins. Fjallað er um allar helstu perlur hálendisins frá Eiríksjökli í vestri til Lónsöræfa í austri; frá Jökulsárgljúfrum í...

Meira →


Örlög þjóðar

Örlög þjóðar

Bókaútgáfan Bjartur hefur sent frá sér skáldsöguna Lifandlífslækur eftir Bergsvein Birgisson. Sögunni er þannig lýst á bókarkápu: Árið er 1784 og Skaftáreldar hafa geisað á Íslandi í heilt ár. Í Kaupmannahöfn hittast ráðamenn til þess að ákveða hvað gera eigi við innbyggjara þessarar eyju arfakóngsins, hvort flytja skuli alla verkfæra Íslendinga til Danmerkur að vinna þar í verksmiðjum sem þarfnast vinnuafls. Að lokum er ákveðið að senda fulltrúa í alla landshluta að meta ástand þjóðarinnar áður en ákvörðun er tekin. Útsendari rentukammers til Strandasýslu er ungur háskólamaður af hálfíslenskum uppruna, Magnús Árelíus. Magnús Árelíus er innblásinn af anda upplýsingarinnar og...

Meira →