Hözzlaðu eins og þú verslar eftir Susanne Jansson er „í toppbaráttu við fyndnustu bækur síðari tíma,“ segir Júlía Margrét Alexandersdóttir í Morgunblaðinu í dag.
„Það er ekki sjálfsagt að það heppnist vel að koma fyndni svo vel sé yfir á annað tungumál en höfundar. Verð að nefna að Helgu Soffíu Einarsdóttur tekst það lýtalaust og nær að snara hverri einustu háræð húmorsins yfir á íslensku enda skiptir það öllu máli í þessu tilfelli þar sem Hözzlaðu eins og þú verslar er í toppbaráttu við fyndnustu bækur síðari tíma. Þar er það bæði orðfæri Lovísu sjálfrar og uppátæki sem og vinahóps hennar þar sem frásögnin græðir á hömlu- leysi og þeirri frábæru lífsreglu; „láttu það bara gossa“. Um leið er Lovísa bráðskörp og dýpt frásagnar- innar geldur ekki fyrir grínið, enda engin þörf á slíkri fórn.“