Viltu verða Bjartshöfundur? Sendu okkur handrit með tölvupósti (gjarna hingað), við skoðum það við fyrsta tækifæri og verðum í sambandi. Stundum getum við svarað innan fáeinna daga, stundum tekur það fáeinar vikur, vinsamlegast sýnið þolinmæði, það er margt að gera á stóru heimili.
Það er ágæt regla að segja frá handritinu og höfundi í fáeinum orðum. Það er sömuleiðis góð regla að hafa samband við einn útgefanda í einu – eða láta alla vega vita ef handritið er til skoðunar hjá fleirum.
Ef handritið er Bjartslegt hefjum við samstarf! Ef ekki – einhverra hluta vegna – verðum við að fá að þakka pent, en getum því miður ekki sagt kost og löst eða skilað greinargerð þar um.