Það er ekki að spyrja að því : Hann er frábær, „Sumarbókalistinn“ fyrir sumarið 2013 sem birtist í stórblaðinu Guardian á sunnudaginn, Bastilludaginn. Fyrst er talað við skáldkonuna Louise Doughty … en Bjartur hefur keypt réttinn af nýrri spennusögu hennar, sem kemur út á íslensku næsta vor. Doughty mælir með bók eftir Elif Shafak …
JK Rowling, höfundur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter, gaf í vor út glæpasögu undir dulnefninu Robert Galbraith. Bókin kallast á ensku The Cuckoo´s Calling og fjallar um einkaspæjarann Cormoran Strike. Bókin fékk ágætis viðtökur þegar hún kom út, „A scintillating debut novel …“ sagði í laugardagsútgáfu stórblaðsins Times – en það mun einmitt hafa verið það
Hin ótrúlega pílagrímsganga Harolds Fry var sumarsmellur hjá Bjarti í fyrra, enda dásamlega skemmtileg og hjartahlý bók eftir Rachel Joyce. Madame Joyce hefur nú sent frá sér aðra skáldsögu: PERFECT. Hún kom út fyrir viku síðan, þann 3ja júlí: Og það er skemmst frá því að segja að hún ætlar að rata beint inn á metsölulista
Fjallkonan 17. júní 2013 var Selma Björnsdóttir og flutti hún ljóðið Íslands æviskeið eftir Ingunni Snædal. Ljóðið er birt hér með leyfi höfundar. Íslands æviskeið Ungbarnið Ísland sem gjálfrar og syngur steypir sér með tærum hlátri niður mosagrænar hlíðar Táningurinn Ísland álappalegur en fullur af krafti með rytjulegan gróður
Út er komin hjá Veröld bókin Maður sem heitir Ove eftir Fredrik Backman. Ove er 59 ára, býr einn í raðhúsi og ekur um á Saab. Í augum nágrannanna er hann beiskjan og smámunasemin uppmáluð; sjálfskipaður eftirlitsmaður sem sér til þess að menn gangi sómasamlega um. En þegar nýir nágrannar banka upp á hjá Ove