Stórblaðið Guardian mælir með sumarbókunum í ár

Fréttir

Stórblaðið Guardian mælir með sumarbókunum í ár

 

Það er ekki að spyrja að því : Hann er frábær, „Sumarbókalistinn“ fyrir sumarið 2013 sem birtist í stórblaðinu Guardian á sunnudaginn, Bastilludaginn. 

Fyrst er talað við skáldkonuna Louise Doughty … en Bjartur hefur keypt réttinn af nýrri spennusögu hennar, sem kemur út á íslensku næsta vor. Doughty mælir með bók eftir Elif Shafak … en bók þessa stórkostlega tyrkneska höfundar, Honour, er einmitt á skrifborði Bjartsþýðanda og sömuleiðis væntanleg á íslensku á næsta ári. Smekkfólk, blaðamenn Guardian og þeir höfundar sem við er rætt!

Næst er talað við Julian Barnes – en verðlaunaskáldsaga hans Að endingu kom út í neon-bókaklúbbnum í desember síðastliðnum, í þýðingu Jóns Karls Helgasonar.

Hinn margverðlaunaði höfundur Hilary Mantel (sem er farin að safna Booker-verðlaunum) er næst spurð álits: Og hún mælir einmitt með The Apple Tree Yard, eftir Lousie Doughty, sem Bjartur mun gefa út snemma næsta vor. (Það er frábær tryllir, óvenjulegur, ó, svo óvenjulegur. Fær hárin til að rísa.).

John Lanchester er næstur – hann nefnir Proust, sem er því miður löngu uppseldur hjá Bjarti, í frábærri þýðingu Péturs Gunnarssonar.

Nokkru neðar er talað við Hari Kunzru, sem nefnir Ástir eftir Javíer Marías, en Ástír komu út í neon-bókaflokknum í janúar, í frábærri þýðingu Sigrúnar Á. Eiríksdóttur.

Nú, okkur finnst frekar spennandi bókin Wild Swimming sem Kate Kellaway nefnir („identifying every British puddle and lake worth swimming in“), nú og bréf Tjékkoffs, það væri nú ekki amalegt að þræða breskar tjarnir til að baða sig í og lesa bréf Tjékkoffs þess á milli.

Elizabet day nefnir Americanah, nýju bókina eftir Chimamanda Ngozi Adichie, en Bjartur gaf fyrir nokkrum árum út bók hennar Hálf gul sól.

Julie Myerson nefnir Atómstöðina eftir Halldór Laxness, en dóttir hennar hvetur hana stöðugt til að lesa bókina! 

Síðasti álitsgjafinn, Rachel Joyce, höfundur bókarinnar um hina ótrúlegu pílagrímsgöngu Harolds Fry, og bókarinnar Perfect, sem Ingunn Snædal situr nú við og þýðir nefnir bókina Life after Life eftir Kate Atkinson. Fyrir nokkrum árum kom bók hennar Málavextir út í  íslenskir þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Life after Life er sannkölluð gersemi, það getum við staðfest. Stundum stórkostlega sorgleg en alltaf ótrúlega falleg. Og sannarlega góð sumarlsening.


Eldri fréttir Nýrri fréttir