„Sjarmasprengja sumarsins“

Fréttir

„Sjarmasprengja sumarsins“

Út er komin hjá Veröld bókin Maður sem heitir Ove eftir Fredrik Backman. Ove er 59 ára, býr einn í raðhúsi og ekur um á Saab. Í augum nágrannanna er hann beiskjan og smámunasemin uppmáluð; sjálfskipaður eftirlitsmaður sem sér til þess að menn gangi sómasamlega um. En þegar nýir nágrannar banka upp á hjá Ove tekur líf hans óvænta stefnu.

 

 

Hjartnæm, sár og sprenghlægileg saga um hallarbyltingu í hverfissamtökum, grimma æsku, djúpa ást og myrka sorg. Og Saab. Maður sem heitir Ove sló rækilega í gegn þegar hún kom út í Svíþjóð árið 2012 og fer nú sannkallaða sigurför um heiminn.

 

 

„Ég varð pirruð, ég skemmti mér konunglega og ég hágrét. … Bók fyrir alla.“ ***** Kvällsposten

 

 

„Búið ykkur undir sjarmasprengju sumarsins.“ Aftenposten

 

 

„Minnir á stórsölubókina um gamlingjann sem hvarf út um gluggann og það ættu að vera næg meðmæli til allra þeirra sem höfðu gaman af henni.“ Arbetarbladet

 

 

„Bráðskemmtileg og hrífandi.“ Svenska Dagbladet

 

Maður sem heitir Over er 383 blaðsíður að lengd. Jón Daníelsson þýddi. Nils Olsson hannaði kápu og Eyjólfur Jónsson braut bókina um. Hún er prentuð í Odda.


Eldri fréttir Nýrri fréttir