Neon-árið fer að hefjast

Fréttir

Neon-árið fer að hefjast

Fyrsta neon-bók ársins er farin í prentun. Það er franskur gullmoli eftir metsöluhöfundinn Grégoire Delacourt. Bókin heitir Óskalistinn og segir frá hinni 47 ára gömlu Jocelyne, sem rekur sína eigin vefnaðarvöruverslun í litlum bæ, á tvö uppkomin börn með manninum sem hún hefur verið gift alla tíð.

Líf hennar er svo hversdagslegt að hún veltir því fyrir sér hvert þeir hafi farið, draumarnir sem hana dreymdi þegar hún var sautján. 

Svo gefst henni tækifæri til að umbylta lífi sínu. Ætti hún að slá til?

Þetta er stutt, falleg saga, sem spyr áleitinna spurninga. Höfundurinn Grégoire Delacourt rekur sína eigin auglýsingastofu í París, ásamt eiginkonu sinni, og var að senda frá sér sína þriðju bók, sem gerir það gott í Frakklandi, einsog hinar tvær fyrri.

Óskalistinn hefur verið þýdd á yfir tuttugu tungumál.

 

Hér má skrá sig í hinn óviðjafnanlega neon-klúbb.

 


Eldri fréttir Nýrri fréttir