Hin ótrúlega pílagrímsganga Harolds Fry var sumarsmellur hjá Bjarti í fyrra, enda dásamlega skemmtileg og hjartahlý bók eftir Rachel Joyce.
Madame Joyce hefur nú sent frá sér aðra skáldsögu: PERFECT. Hún kom út fyrir viku síðan, þann 3ja júlí: Og það er skemmst frá því að segja að hún ætlar að rata beint inn á metsölulista Sundy Times! Póstur frá umboðsmanni var að berast rétt í þessu. Bókin fékk glimrandi dóma í Sunday Times sem og í stórblaðinu Guardian, en bókasíðurnar þar eru alltaf í sérstöku uppáhaldi.
Nú. Þetta er ekki allt.
Ingunn Snædal – sem fékk mikið hrós fyrir þýðingu sína á Harold Fry – situr nú við vestur á fjörðum og þýðir nýju bókina. Hún kemur út í kilju í september … en þá verður Rachel Joyce einmitt gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík!
Svona getur nú allt lagst á einn dásamlegan veg!