JK Rowling, höfundur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter, gaf í vor út glæpasögu undir dulnefninu Robert Galbraith. Bókin kallast á ensku The Cuckoo´s Calling og fjallar um einkaspæjarann Cormoran Strike.
Bókin fékk ágætis viðtökur þegar hún kom út, „A scintillating debut novel …“ sagði í laugardagsútgáfu stórblaðsins Times – en það mun einmitt hafa verið það sem vakti mönnum nokkra undrun, bókin þótti of „scintillating“ til að vera í raun og veru fyrsta bók höfundar! Blaðamenn Times ákváðu því að rannsaka málið … og upp úr dúrnum koma að frægasti og mest seldi höfundur í heimi, höfundur bókanna um Harry Potter, væri Robert Galbraith.
Þessi fyrsta glæpasaga Roberts Galbraith seldist þó ekki vel – enda þrautin þyngri fyrir nýja höfunda að koma sér á framfæri í stórum heimi.
Síðan í ljós koma að höfundurinn er JK Rowling, hefur útgáfurétturinn verið seldur til Frakklands, Þýskalands og Brasilíu, og umboðsmenn ganga nú á röðina og leita tilboða útgefenda um allan heim.
Rowling gaf í fyrra út skáldsöguna Hlaupið í skarðið, sína fyrstu eftir ævintýrin um Potter. Hún segir það hafa verið mikið frelsi að skrifa bók undir dulnefni – en margur höfundurinn hefur gripið til þess ráðs, einsog lesa má um í þessari skemmtilegu grein :
From the Brontë sisters to JK Rowling, a potted history of pen names