Ástarmeistarinn, skáldsagan hennar Oddnýjar Eirar Ævarsdóttir, fékk rífandi glymjandi dóm í Kiljunni í gær. Endalausar hugmyndir, skemmtilegar persónur, áhugavert efni, skemmtileg sögusvið og skemmtilegur lostabrími! Þau Hildigunnur og Þorgeir, gagnrýnendur Kiljunnar voru greinilega mjög ánægð með söguna og Egill tók undir skemmtilegheitin: Hlaðborð af hugmyndum, sögðu þau. Margt sem situr eftir. Ah! Það er nú
„Það er nóg um að hugsa eftir lestur þessarar afbragðsgóðu bókar,“ skrifar Steinunn Inga Óttarsdóttir í Kvennablaðið. „Er til ást án einurðar? Eru hugur og hjarta eitt? Er hægt að elska án ótta? Ryður ástin sársaukanum burt?“ – Þegar stórt er spurt! Hér má lesa allan þennan stórskemmtilega pistil Steinunnar, sem lýkur með orðunum: „Ástarmeistarinn
Sigrún Hermannsdóttir er nýr penni á Menningarpressunni – og svona líka sprúðlandi og skemmtilegur penni! Hún skrifar um Gæðakonur Steinunnar Sigurðardóttur; „Bókin er afskaplega skemmtileg full af ást, kaldhæðni, húmor, hlýju og umfram allt brillíant stílbragði, sem aðeins Steinunn hefur á færi sínu,“ enda er yfirskrift greinarinnar: „Svei mér þá ef ég elska ekki þessa
„Jón Óttar Ólafsson heldur uppteknum hætti í nýjustu bók sinni, Ókyrrð, og lýsir vel starfsháttum rannsóknarlögreglu,“ skrifaði Steinþór Guðbjartsson í Morgunblaðið þann 27. nóvember, en þá er hann að vísa í fyrstu bók Jóns Óttars, Hlustað, sem kom út í fyrra. „Sagan gerist að mestu í Cambridge á Englandi þar sem lögreglumaðurinn Davíð Arnarson rannsakar morð
Tilnefnt var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í gær, á fullveldisdaginn 1. desember. Tilnefndir eru fimm höfundar í 3 flokkum: Fagurbókmenntir, fræðibækur og barnabækur. Bjartskonan frækna, ljóðskáldið, þýðandinn og höfundur bókanna um Randalín og Munda, Þórdís Gísladóttir, var tilnefnd til verðlaunanna fyrir ljóðabók sína Velúr, sem kom út í vor. Velúr er önnur ljóðabók höfundar, en Leyndarmál