Jón Kalman og Þórdís Gísladóttir tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Fréttir

Jón Kalman og Þórdís Gísladóttir tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Tilnefnt var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í vikunni: Jón Kalman Stefánsson var tilnefndur fyrir Eitthvað á stærð við alheiminn, og Þórdís Gísladóttir fyrir Randalín, Mundi og afturgöngurnar.

Jón Kalman hlaut þessi eftirsóttu verðlaun árið 2005, fyrir bókina Sumarljós, og svo kemur nóttin, og hefur margoft verið tilnefndur. Þórdís er tilnefnd giska árlega: árið 2012 fyrir fyrstu bókina um Randalín og Munda, í fyrra fyrir ljóðabókina Velúr, og í ár fyrir Randalín, Munda og afturgöngurnar, sem fyrr segir. Þá var hún einnig tilnefnd til Fjöruverðlaunanna.

Tilnefndar eru fimm bækur í þremur flokkum. Verðlaunin verða afhent í lok janúar.


Eldri fréttir Nýrri fréttir