Yrsa beint á toppinn!

Fréttir

Yrsa beint á toppinn!

Sogið eftir Yrsu er mest selda bók vikunnar samkvæmt metsölulistanum í Eymundsson – og það strax í fyrstu viku. Endurkoman eftir Ólaf Jóhann er fjórða mesta skáldverkið og Dimma eftir Ragnar Jónasson í því áttunda. Um þessar mundir eru tíu ár síðan Yrsa sendi frá sér sína fyrstu glæpasögu, Þriðja táknið, en áður hafði hún skrifað fimm skáldsögur fyrir stálpaða krakka. Sogið er þannig hennar sextánda bók á sautján árum.


Eldri fréttir Nýrri fréttir