Grúskað í ástinni á skemmtilegan hátt

Fréttir

Grúskað í ástinni á skemmtilegan hátt

Ástarmeistarinn, skáldsagan hennar Oddnýjar Eirar Ævarsdóttir, fékk rífandi glymjandi dóm í Kiljunni í gær. Endalausar hugmyndir, skemmtilegar persónur, áhugavert efni, skemmtileg sögusvið og skemmtilegur lostabrími! Þau Hildigunnur og Þorgeir, gagnrýnendur Kiljunnar voru greinilega mjög ánægð með söguna og Egill tók undir skemmtilegheitin: Hlaðborð af hugmyndum, sögðu þau. Margt sem situr eftir. Ah! Það er nú gaman að horfa á Kiljuna, þegar þrenningin er svona lukkuleg.


Eldri fréttir Nýrri fréttir