Þær ruddu brautina!

Fréttir

Þær ruddu brautina!

Út er komin bókin Þær ruddu brautina – Kvenréttindakonur fyrri tíma eftir Kolbrúnu S. Ingólfsdóttur. Barátta kvenna fyrir réttindum sem nú eru víðast talin sjálfsögð kostaði blóð, svita og tár, niðurlægingu og útskúfun. Í þessari stórfróðlegu bók er að finna æviágrip kvenna sem hófu baráttuna víða um heim og ruddu brautina fyrir kvenfrelsisbaráttu seinni ára. Kolbrún S. Ingólfsdóttir segir hér sögu kvenna sem stóðu í baráttunni framan af, einkum á 19. öld og fram yfir heimsstyrjöldina síðari. Einnig fjallar hún í stuttu máli um sögu kvenréttindabaráttu í ríkjum Evrópu, Ameríku og víðar.

Þær ruddu brautina er í senn heillandi og átakanleg örlagasaga fjölda kvenna sem heimurinn stendur í mikilli þakkarskuld við.

Kolbrún S. Ingólfsdóttir er sagnfræðingur og lífeindafræðingur að mennt og eftir hana liggja bækur og greinar, m.a. bókin Merkiskonur sögunnar sem kom út árið 2009.

Þær ruddu brautina er 291 blaðsíða að lengd. Eyjólfur Jónsson braut bókina um, Jón Ásgeir hannaði kápu en Prentmiðlun annaðist prentvinnslu. 


Eldri fréttir Nýrri fréttir