Ágætt plott og spennandi frásögn

Fréttir

Ágætt plott og spennandi frásögn

„Jón Óttar Ólafsson heldur uppteknum hætti í nýjustu bók sinni, Ókyrrð, og lýsir vel starfsháttum rannsóknarlögreglu,“ skrifaði Steinþór Guðbjartsson í Morgunblaðið þann 27. nóvember, en þá er hann að vísa í fyrstu bók Jóns Óttars, Hlustað, sem kom út í fyrra. 

„Sagan gerist að mestu í Cambridge á Englandi þar sem lögreglumaðurinn Davíð Arnarson rannsakar morð á íslenskum doktorsnema í eðlisfræði. Málið vindur upp á sig, íslenski lögreglumaðurinn er skyndilega orðinn aðalmaðurinn í rannsókn breskra yfirvalda á morðinu, þeirra helsta von, fer sínar eigin leiðir og kemst nokkrum sinnum í hann krappan áður en yfir lýkur.“ 

Steinþór segir að sérþekking höfundar á gagnagrunnum og öðrum aðbúnaði og starfsaðferðum lögregluyfirvalda komist vel til skila. „Hugsun höfundar að plottinu er ágæt, sérstaklega með tenginguna við Ísland, og frásögnin er spennandi,“ skrifar Steinþór Guðbjartsson í Morgunblaðið. 


Eldri fréttir Nýrri fréttir