Þórdís tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna! Húrra! Bravó!

Fréttir

Þórdís tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna! Húrra! Bravó!

Tilnefnt var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í gær, á fullveldisdaginn 1. desember. Tilnefndir eru fimm höfundar í 3 flokkum: Fagurbókmenntir, fræðibækur og barnabækur.

Bjartskonan frækna, ljóðskáldið, þýðandinn og höfundur bókanna um Randalín og Munda, Þórdís Gísladóttir, var tilnefnd til verðlaunanna fyrir ljóðabók sína Velúr, sem kom út í vor. Velúr er önnur ljóðabók höfundar, en Leyndarmál annarra kom út árið 2010.

Aðrir tilnefndir í sama flokki voru:

 

Guðbergur Bergsson - Þrír sneru aftur

Gyrðir Elíasson - Koparakur

Kristín Eiríksdóttir - Kok

Ófeigur Sigurðsson - Öræfi

 

Bjartur óskar öllum tilnefndum hjartanlega til hamingju! 


Eldri fréttir Nýrri fréttir