Fréttaskeyti var sent út á PÓSTLISTA BJARTS í gærdag – sem er kannski ekki í frásögur færandi (og þó. Það er komið svolítið langt síðan síðast). Nema hvað, í tilefni þess að Gillian Flynn hefur setið í 52 (fimmtíu og tvær!) vikur á metsölulista Washington Post með Hún er horfin – og þess hve dagurinn
Nú er mikill spenningur í höfðustöðvum Bjarts, því ný bók Dans Brown, INFERNO, er á leið til landsins, með Dettifossi. Gott ef Dettifoss er ekki þegar lagstur að bryggju í Reykjavík – svo er ferðinni heitið til Grundartanga á morgun. Spurningin er: Næst að tollafgreiða bækurnar og koma brettinu til skila inn á lager Bjarts
Verið er að leggja lokahönd á hinn dásamlega síðsumarsmell Rosie-verkefnið sem fer í prentun í vikunni. Þetta er hugljúf og bráðskemmtileg saga, sem er fyrsta bók hins ástralska höfundar Graeme Simsion. Þar sem markaðsdeildin var að fletta upp á Internetinu hverjir hafa hrósað bókinn og fyrir hvað, rakst hún á þessa skemmtilegu klausu hjá bókarisanum
Jón Kalman Stefánsson og útgáfustjóri Bjarts voru aldeilis glaðbeitt þegar Ólöf blaðamaður hafði samband við þau í gær – enda nýkomin úr þriggja daga guðdómlegri siglingu um Jökulfirðina, einsog Fréttablaðið greinir frá í dag. Siglt var á skútunni Auroru, með skippernum Sigga hjá Borea Adventures, sem heillaði fólk upp úr skónum með sögum sínum, siglingunni
Í áraraðir hefur það verið regla hjá bókaforlaginu Bjarti að loka höfuðstöðvunum og gefa starfsfólki frí þegar hitinn fer upp í fjórtán gráður (14°C). Hefur þetta í gegnum árin komið fólki vel og glatt það innilega á góðum dögum. Stassjónin hefur stundum verið lokuð dögum saman, alla vega eftir hádegi, á meðan glaðir prófarkalesarar og