Greiningardeild hvumsa yfir áhuga á að vinna bók!

Fréttir

Greiningardeild hvumsa yfir áhuga á að vinna bók!

Fréttaskeyti var sent út á PÓSTLISTA BJARTS í gærdag – sem er kannski ekki í frásögur færandi (og þó. Það er komið svolítið langt síðan síðast).

Nema hvað, í tilefni þess að Gillian Flynn hefur setið í 52 (fimmtíu og tvær!) vikur á metsölulista Washington Post með Hún er horfin – og þess hve dagurinn var bjartur og fagur – var ákveðið að bjóða áskrifendum að smella á nettan hnapp og komast þannig í lukkupott. Þrír heppnir vinna eintak af þessari frábæru spennusögu.

Nema hvað. Svörin streyma inn, þannig að við höfum ekki séð annað eins. Greiningardeildin er alveg hvumsa yfir þessu og samkvæmt póstforritinu, sem býður upp á alls kyns greiningar og fræði og skýringar, er þetta alveg sérstakur áhugi! Sérstaklega af því svörin berast linnulaust – hér má sjá hvernig þau hafa borist frá því klukkan 11:56!

(Ef þú vilt auka á furðu greiningardeildarinnar – og komast í lukkupott! – geturðu SKRÁÐ ÞIG HÉR og fengið skeytið sent!. Greiningardeildin er svo önnum kafin núna að hún á ekki eftir að lesa þessa frétt). 


Eldri fréttir Nýrri fréttir