Sólarfrí að Bjarti! Lokað vegna veðurs.

Fréttir

Sólarfrí að Bjarti! Lokað vegna veðurs.

Í áraraðir hefur það verið regla hjá bókaforlaginu Bjarti að loka höfuðstöðvunum og gefa starfsfólki frí þegar hitinn fer upp í fjórtán gráður (14°C). Hefur þetta í gegnum árin komið fólki vel og glatt það innilega á góðum dögum. Stassjónin hefur stundum verið lokuð dögum saman, alla vega eftir hádegi, á meðan glaðir prófarkalesarar og myndritstjórar frílista sig, annað hvort með ís á Austurvelli eða kannski í sandinum í Nauthólsvíkinni.

Á fundi í hádeginu var ákveðið að breyta þessu áragamla viðmiði. Formanni starfsmannafélagsins hefur verið falið að kveða upp úr um það hvenær veðrið er nógu gott til þess að gefa sólarfrí, en hitaviðmiðið hefur verið aflagt. Að minnsta kosti að sinni.

Höfuðstöðvarnar verða lokaðar frá klukkan 3 í dag, vegna veðurs.


Eldri fréttir Nýrri fréttir