Bjarti barst rétt í þessu bréf. Það var með styttri bréfum. „Einn þinna skemmtilegstu höfunda,“ skrifar bréfritari. „Fer hér á kostum.“ Og þar er svo sannarlega engu logið! Ingunn Snædal er hér í bráðskemmtilegu viðtali við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur.
Hvernig getur þú aukið heilbrigði þitt, fyrirbyggt sjúkdóma, öðlast meiri orku og jafnvel dregið úr hraða öldrunar? Í þessari áhugaverðu bók fræðir Jóhanna Vilhjálmsdóttir þig um margvíslegar leiðir til betri heilsu og aukinna lífsgæða. Í liprum og lifandi texta sýnir Jóhanna fram á hvernig þú getur stórbætt líf þitt með breyttu mataræði. Hún fjallar
Þeir hika ekkert við það bóksalarnir í Austurstræti, að bjóða vinsælasta höfund í heimi, Dan Brown, velkominn! Þeir pöntuðu mörg hundruð bækur og stöfluðu þeim svo glæsilega upp að aðdáun vegfaranda um Austurstrætið er ómæld! Bókin kom út í íslenskri þýðingu Arnars Matthíassonar og Ingunnar Snædal nú fyrir helgi.
Út er komin hjá Veröld bókin Icelandic Vikings eftir Guðmund Magnússon. Víkingaöldin var í hámarki þegar Ísland var numið um 870. Varla hefur landið verið spennandi staður fyrir víkinga: óbyggðir úr alfaraleið nyrst í hafi þar sem ekkert fémætt var að finna. Þegar landsmenn hófu að skrá sögu sína í byrjun 12. aldar var ekkert
Greiningardeildin er sem LÖMUÐ eftir ótrúlega þátttöku í lukkupotti til að vinna hina frábæru spennusögu HÚN ER HORFIN eftir Gillian Flynn. Hundruðir tóku þátt! Fulltrúi sýslumanns og fulltrúi Bjarts hafa nú dregið upp úr hattinum … verða veitt fern verðlaun, í tilefni dagsins! Sérstök hraðaverðlaun vinnur Embla Vigfúsdóttir fyrir að vera laaaaangfyrst til að svara,