Nú er mikill spenningur í höfðustöðvum Bjarts, því ný bók Dans Brown, INFERNO, er á leið til landsins, með Dettifossi. Gott ef Dettifoss er ekki þegar lagstur að bryggju í Reykjavík – svo er ferðinni heitið til Grundartanga á morgun.
Spurningin er: Næst að tollafgreiða bækurnar og koma brettinu til skila inn á lager Bjarts og þaðan í bókaverslanir landsins … áður en hin stórkostlega Verslunarmannahelgi gengur í garð?
Inferno Dans Brown byggir á Gleðileik Dantes … og segja ólygnir að þetta sé hans besta bók. Robert Langdon er á æðisgengnum flótta um Flórens og Feneyjar – fornir leyndardómar borganna, og Inferno Dantes geta bjargað honum.