Jón Kalman Stefánsson og útgáfustjóri Bjarts voru aldeilis glaðbeitt þegar Ólöf blaðamaður hafði samband við þau í gær – enda nýkomin úr þriggja daga guðdómlegri siglingu um Jökulfirðina, einsog Fréttablaðið greinir frá í dag.
Siglt var á skútunni Auroru, með skippernum Sigga hjá Borea Adventures, sem heillaði fólk upp úr skónum með sögum sínum, siglingunni og ekki síst matargerðinni!
Með í för var tökulið fyrir menningarsjónvarpstöðina Arte, sem er að vinna þátt um þrjá íslenska höfunda: Jón Kalman, Auði Övu Ólafsdóttur og Árna Þórarinsson.
En um þetta má lesa í Fréttablaði dagsins! (Hinn ábyggilegi fjölmiðill Bjartur.is vísar fumlaust og með stolti á aðra fjölmiðla, ef þeir hafa verið á undan með fréttirnar, einsog gerist stöku sinnum).