Verið er að leggja lokahönd á hinn dásamlega síðsumarsmell Rosie-verkefnið sem fer í prentun í vikunni. Þetta er hugljúf og bráðskemmtileg saga, sem er fyrsta bók hins ástralska höfundar Graeme Simsion.
Þar sem markaðsdeildin var að fletta upp á Internetinu hverjir hafa hrósað bókinn og fyrir hvað, rakst hún á þessa skemmtilegu klausu hjá bókarisanum Amazon: „Like The Unlikely Pilgrimage of Harold Fry, The Rosie Project by Graeme Simsion is a truly distinctive debut. With the charm of Mark Haddon’s The Curious Incident of the Dog in the Night-Time and the romance of David Nicholls’ One Day, it’s both funny and endearing – and is set to become the feel-good novel of 2013… „
Finnst okkur nú aldeilis ekki leiðum að líkjast: Hin ótrúlega pílagrímsganga Harolds Fry og Einn dagur komu báðar út í íslenskri þýðingu hjá Bjarti … og voru einmitt síðsumarsmellir! Í fyrra og hitteðfyrra. Furðulegt háttalag hunds um nótt kom út hjá Máli og menningu á sínum tíma og sló sannarlega í gegn – og verður sett upp í Borgarleikhúsinu næsta vetur.