Fréttir

Stórar spurningar um okkur sjálf og hæfileikann til sjálfsblekkingar

Fréttir

Stórar spurningar um okkur sjálf og hæfileikann til sjálfsblekkingar

Sálfræðitryllirinn Öngstræti er nýkomin út hjá Bjarti. „Áhrifarík skáldaga, að sumu leyti vegna þess hvernig hún varpar ljósi á hæfileika mannsins til sjálfsblekkingar,“ sagði stórblaðið Guardian. „Doughty hefur sérstakan hæfileika til að skrifa sögur sem vekja mann til umhugsunar, fá mann til að spyrja stórra spurninga um okkur sjálf, um samböndin sem við erum í og

Meira →


Jón Kalman var aufúsugestur í Torinó á Ítalíu

Fréttir

Jón Kalman var aufúsugestur í Torinó á Ítalíu

Jón Kalman Stefánsson er nú staddur á bókmenntahátíð í Montpellier, Frakklandi. En í síðustu viku var hann gestur annarrar bókmenntahátíðar: Nefnilega hátíðarinnar í Torínó, á Ítalíu! Tíðindamaður Bjarts á staðnum var að senda skýrslu um ítölsku hátíðina og nokkrar myndir með. Hjarta mannsins – Il cuore dell’uomo – var að koma út hjá Iperborea. Þríleikur

Meira →


Franskir greifar verðlauna Bergsvein Birgisson. Og Bjarna bónda.

Fréttir

Franskir greifar verðlauna Bergsvein Birgisson. Og Bjarna bónda.

CERCLE DE L’UNION INTERALLIÉE heita samtök franskra greifa og fyrirmenna, sem voru stofnuð árið 1917. Nú eru um 3.300 meðlimir í samtökunum, menntamenn, stjórnmálamenn, viðskiptajöfrar og aðrir frammámenn í frönsku samfélagi. Samtökin eru til húsa við St. Honoré-götu, eina fínustu götu í París, þar sem tískuhúsin standa í röðum. Þessi samtök veita árleg bókmenntaverðlaun, bókum sem eru

Meira →


Hamskiptin – Þegar allt varð falt á Íslandi

Fréttir Uncategorized

Hamskiptin – Þegar allt varð falt á Íslandi

Út er komin hjá Veröld bókin Hamskiptin – Þegar allt varð falt á Íslandi eftir Inga Frey Vilhjálmsson. Í bókinni er fjallað um ótrúlegt tímabil í sögu þjóðarinnar, árin þegar allt varð falt. Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður afhjúpar hvernig stór hluti þjóðarinnar – þar á meðal fjölmiðlar, fræðimenn, listamenn og stjórnmálamenn – steig dans með

Meira →


„Frumleg, heit og litrík“

Fréttir

„Frumleg, heit og litrík“

Út er komin hjá Veröld ljóðabókin Innri rödd úr annars höfði eftir Ásdísi Óladóttur.  Þetta er sjöunda ljóðabók Ásdísar. Ljóðabækur hennar hafa vakið verðskuldaða athygli og hlotið jákvæðar viðtökur. „Rödd Ásdísar er einstök í ljóðaheiminum, hún er bæði frumleg, heit og litrík“ segir Vigdís Grímsdóttir um ljóð Ásdísar í nýju bókinni. „Ljóðin eru vönduð og

Meira →