Franskir greifar verðlauna Bergsvein Birgisson. Og Bjarna bónda.

Fréttir

Franskir greifar verðlauna Bergsvein Birgisson. Og Bjarna bónda.

CERCLE DE L’UNION INTERALLIÉE heita samtök franskra greifa og fyrirmenna, sem voru stofnuð árið 1917. Nú eru um 3.300 meðlimir í samtökunum, menntamenn, stjórnmálamenn, viðskiptajöfrar og aðrir frammámenn í frönsku samfélagi. Samtökin eru til húsa við St. Honoré-götu, eina fínustu götu í París, þar sem tískuhúsin standa í röðum.

Þessi samtök veita árleg bókmenntaverðlaun, bókum sem eru annað hvort skrifaðar á frönsku eða þýddar á frönsku. Og í vikunni sem leið voru 2 höfundar verðlaunaðir: Hinn franski Olivier Bleys fyrir bókina Concerto pour la main morte (útg. Albin Michel). Og Bergsveinn Birgisson fyrir Svar við bréfi Helgu (La Lettre a Helga, í þýðingu Catherine Eyjolfson, útgefandi Zulma).

Það þykir mikill heiður að hljóta verðlaun þessara virtu samtaka, auk þess sem höfundi eru veitt peningaverðlaun. Svona upphefð sá hann Bjarni bóndi ekki fyrir.


Eldri fréttir Nýrri fréttir