„Frumleg, heit og litrík“

Fréttir

„Frumleg, heit og litrík“

Út er komin hjá Veröld ljóðabókin Innri rödd úr annars höfði eftir Ásdísi Óladóttur.  Þetta er sjöunda ljóðabók Ásdísar. Ljóðabækur hennar hafa vakið verðskuldaða athygli og hlotið jákvæðar viðtökur. „Rödd Ásdísar er einstök í ljóðaheiminum, hún er bæði frumleg, heit og litrík“ segir Vigdís Grímsdóttir um ljóð Ásdísar í nýju bókinni. „Ljóðin eru vönduð og fáguð“ segir m.a. í ritdómi Eiríks Arnar Norðdahl um ljóðbók Ásdísar, Einn en ekki tveir.

 

Innri rödd úr annars höfði er 48 blaðsíður að lengd og inniheldur 35 ljóð. Guðrún Vilmundardóttir braut um og hannaði innsíður og Ólafur Unnar Kristjánsson sá um kápuhönnun. Bókin er prentuð í Leturprenti.


Eldri fréttir Nýrri fréttir