Spennusagan Hlustað eftir Jón Óttar Ólafsson kom út hjá Bjarti haustið 2013. Norsk þýðing kom út síðasta vor og Jón Óttar gerði víðreist á Krimi-fest víðsvegar um hinn langa Noreg, og nú er frönsk þýðing komin út hjá forlaginu Presses de la Cité. Une ville sur écoute heitir hin gæjalega franska versjón í þýðingu Jean-Christophe Salaun.
Ljóðabókinni VELÚR eftir Þórdísi Gísladóttur, verður fagnað í Eymundsson, Skólavörðustíg, klukkan fimm í dag. Velúr er önnur ljóðabók Þórdísar, en hún fékk bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir fyrstu ljóðabók sína, Leyndarmál annarra. Þórdís er í skemmtilegu viðtali við Fréttablaðið í dag, þar sem fram kemur að hún er Hafnfirðingur í marga ættliði, en hefur búið í
Nýjasta bókin í neon heitir Beðið fyrir brottnumdum. Hún er eftir amerísku skáldkonuna Jennifer Clement, sem hefur löngum verið búsett í Mexíkó, og kom fyrst út á ensku í vor. Hún er væntanleg á yfir 20 tungumálum. Þetta er reglulega falleg – og átakanleg – bók, um örlög fátæks fólks í afskekktu þorpi í Mexíkó.
Út er komin hjá Veröld bókin Amma biður að heilsa eftir Fredrik Backman, höfund metsölubókarinnar Maður sem heitir Ove. Elsa er sjö ára og býr með mömmu sinni og ömmu í fjölbýlishúsi. Elsa er öðruvísi en flest önnur börn og amma hennar er engin venjuleg amma. Í ljós kemur að íbúarnir í húsinu búa yfir
Út er komin hjá Veröld bókin Uggur eftir Úlfar Þormóðsson. Margreyndur rithöfundur fær óvænta höfnun sem leiðir til þess að hann missir fótanna. Lesandinn slæst í för með Úlfari Þormóðssyni þar sem hann berst við þetta mótlæti, rifjar upp bæði ljúfar og sárar minningar, auk þess sem honum er fylgt eftir í hringiðu samtímans. Uggur er