Bjartur á tvær mest og best seldu bækur landsins síðustu tvær vikurnar: Leynigarð, litabók fyrir fullorðna og Konuna í lestinni, frábæra sakamálasögu eftir Paulu Hawkins. Báðar bækurnar eru uppseldar á lager – Leynigarður seldist reyndar upp á algerum súper mettíma, an lagerinn galtæmdist á tíu dögum. Endurprentun er hafin, ný skjöl voru samþykkt í morgun
Litið framhjá glæpum Gleymdu stúlkurnar ****- Eftir Söru Blædel. Árni Óskarsson íslenskaði. Kilja. 268 bls. Bjartur 2015. Stöðugar fréttir berast af illri meðferð barna og unglinga víða um heim og ljóst er að „Breiðavíkurbörnin“ leynast víða. Sara Blædel, einn helsti spennusagnahöfundur Dana, gerir þetta vandamál að yrkisefni sínu í glæpasögunni Gleymdu stúlkurnar og tekst vel
Einar Falur Ingólfsson gefur Bláu blóði eftir Oddnýju Eiri 4 stjörnur í Mogganum í dag. Gagnrýnina má lesa hér: Þrá eftir kátu sæði – og barni Blátt blóð Undirtitill þessarar athyglisverðu esseyju Oddnýjar Eirar er »Í leit að kátu sæði«. Og höfundur útskýrir strax í byrjun, í kafla sem nefnist »Ég reyndi«, hvert umfjöllunarefnið er:
Í Morgunblaði dagsins (19. júní 2015) er sagt frá því að í menningarkálfi breska dagblaðsins The Independent sé rithöfundurinn Sjón einn viðmælenda sem fengnir eru til að mæla með bókum til lestrar í sumar. Hann mælir með þremur bókum af ólíkum toga: Ljóðasafn eftir Caitríon O’Reilly, skáldsöguna The Fishermen eftir Chigozie Obioma – og þriðja bókin er
Einar Falur skrifar ljómandi dóm um nýjustu bókina í Neon, Sjtörnur yfir Tókýó, í Morgunblað dagsins. „Þetta er hófstillt og látlaus frásögn úr menningarheimi ólíkum okkar,“ segir Einar Falur, „saga um siði og formfestu, einsemd í mannmergðinni, um leyndarmálin sem fólk getur búið yfir, en fyrst og fremst er þetta hugljúf saga um ólíka