Mælt með bókum Bjarts í stórblaðinu Independant

Fréttir

Mælt með bókum Bjarts í stórblaðinu Independant

Í Morgunblaði dagsins (19. júní 2015) er sagt frá því að í menningarkálfi breska dagblaðsins The Independent sé rithöfundurinn Sjón einn viðmælenda sem fengnir eru til að mæla með bókum til lestrar í sumar. Hann mælir með þremur bókum af ólíkum toga: Ljóðasafn eftir Caitríon O’Reilly, skáldsöguna The Fishermen eftir Chigozie Obioma – og þriðja bókin er The Fly Trap, eða Flugnagildran, en það er stórkostleg sænsk bók sem væntanleg er hjá Bjarti í þýðingu Sigrúnar Á. Eiríksdóttur. 

Sjón segir í Independent að Flugnagildran fjalli umnúning manns og nátturu, gefum honum orðið: „hlýtt, fyndið og djúpt verk eftir Fredrik Sjöberg. Í bókinni eru sagðar tvær sögur úr heimi skordýrarannsókna, önnur fjallar um söfnun höfundarins á eyju í sænska skerjagarðinum en hin segir frá ævi hönnuðar bestu flugnagildrunnar sem jafnframt var ævintýramaður og listunnandi.“

Og Morgunblaðið heldur áfram: „Boyd Tonkin, menningarblaðamaður The Independent, mælir einnig með bókum og grein hans hefst á þessum orðum: »Þetta sumarið skuluð þið halda til Íslands. Með The Heart of Man (Hjarta mannsins) lýkur Jón Kalman Stefánsson einstökum sagnaþríleik sem gerist fyrir einni öld við hrikalega fagrar strendur Vestfjarða.« Hann segir söguna frábærlega þýdda af Philip Roughton og í þessu lokabindi þróist glæsileg náttúruepík höfundarins yfir í þroskasögu aðalpersónunnar.“

Bjartur er nú bara frekar sáttur við sumarbókatillögur stórblaðsins The Independant í ár, en tillögurnar má sjá hér


Eldri fréttir Nýrri fréttir