Fréttir

Veðurfræðin í Klassekampen

Fréttir

Veðurfræðin í Klassekampen

Þann 9. maí birtist í bókmenntahluta hins norska Klassekampen, grein eftir Gerði Kristnýju skáld og rithöfund, um Veðurfræði Eyfellings eftir Þórð Tómasson. Greinina má lesa á norsku hér. Bjartur mælir einlæglega með lestri þessarar greinar enda veðrið honum hugleikið. Veðurfræði Klassekampen

Meira →


Ástin er ekki saklaus

Fréttir

Ástin er ekki saklaus

„Svo er ástin svosum ekkert saklaus,“ segir Oddný Eir Ævarsdóttir í viðtali við DV: Um Blátt blóð og móðuhlutverkið. Esseyjan Blátt blóð, sem kom út hjá Bjarti í lok Apríl, hefur fengið glimrandi viðtökur – meðal annars fjórar stjörnur í Fréttablaðinu – og vakið mikla athygli. Þar fjallar Oddný Eir á persónulegan og einlægan hátt

Meira →


„Fallegur og vel saminn ljóðaflokkur“

Fréttir

„Fallegur og vel saminn ljóðaflokkur“

Út er komin hjá Veröld ljóðabókin Almanakið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Almannakið er fyrsta ljóðabók Ólafs Jóhanns Ólafssonar og jafnframt fysta bók hans sem kemur út undir merkjum Veraldar. Bókina prýða vatnslitamyndir eftir son hans og alnafna, Ólaf Jóhann. Á kápu er vitnað til Þorsteins frá Hamri sem segir: „Almanakið er yfirtak fallegur og vel

Meira →


Norðurljóð

Fréttir

Norðurljóð

Út er komin hjá Veröld ljóðabókin Norður eftir Eyþór Árnason. Eyþór Árnason hefur vakið mikla athygli fyrir ljóðabækur sínar en hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir fyrstu ljóðabók sína, Hundgá úr annarri sveit. Í Norður leitar Eyþór í sveitirnar norðan heiða – með nokkrum útúrdúrum. Norður er 104 blaðsíður að lengd. Aðalsteinn Svanur Sigfússon sá um

Meira →


Útgáfuhátíð – verið velkomin!

Fréttir

Á morgun, síðasta vetrardag, fögnum við útgáfu á nýrri skáldsögu! Gott fólk heitir fyrsta bók Vals Grettissonar, sem er blaðamaður í Reykjavík. Velkomin að fagna með okkur í Eymundsson, Austurstræti, klukkan fimm. Léttar veitingar. Hér má nálgast fyrsta kaflann úr bókinni.

Meira →