Steinþór Guðbjartsson skrifar um Skuggadreng í Mogga dagsins: Hrósar glæpasögunni og gefur þrjár og hálfa stjörnu. „Skuggadrengur er ágætis afþreying og fljótlesin. … Samfara framgangi við lausn gátunnar lýsir Carl-Johan Vallgren helstu persónum vel, tengingum og vandamálum sem þær eiga við að stríða.“ Hann segir að fléttan sé góð og hratt sé farið yfir sögu. Dóminn
Litabókin LEYNIGARÐUR er komin til landsins – en mun dvelja á hafnarbakkanum fram á fimmtudag. Þá keyrir bílafloti Bjarts niður á höfn, sækir góssið, og dreifir í verslanir landsins. Bókin verður vonandi fáanleg um allt land um helgina! Litabækur fyrir fullorðna hafa slegið í gegn um veröld víða undanfarna mánuði – en Leynigarður eftir Johönnu Basford
Út er komin hjá Veröld spennusagan Auga fyrir auga eftir Roslund & Hellström Dægurlagasöngvarinn John Schwarz er handtekinn eftir að hafa misþyrmt manni á ferju á leið frá Finnlandi til Svíþjóðar. Þegar lögreglan fer að grennslast fyrir um fortíð hans kemur í ljós að John lést á dauðadeild í fangelsi í Ohio í Bandaríkjunum allnokkrum árum fyrr. Mögnuð saga um það hvernig þráin eftir því
Skæri blað steinn eftir Naju Marie Aidt fékk ****½ – fjóra og hálfa, en fimm er fullt hús! – í Morgunblaðinu í gær. Skæri blað steinn er fyrsta skáldsaga Aidt, en hún fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir smásagnasafnið Bavíana árið 2008, en það dýrlega smásagnasafn kom einmitt út hjá Bjarti. Báðar bækurnar koma út í bókaflokknum
Út er komin hjá Veröld bókin Tapað-fundið eftir Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur Lögfræðingurinn Halla Bryndís fær í hendurnar ranga ferðatösku þegar hún lendir í London og mikilvægir fundir framundan. Hvað gerir kona sem situr uppi með allt annan fataskáp en sinn eigin? Samhliða því sem við fylgjumst með Höllu Bryndísi leita út fyrir þægindaramma sinn með