Skrifstofan okkar á Víðimel 38 verður lokuð um páskana. Við mætum aftur til leiks þriðjudaginn 18. apríl kl. 9. Netfangið okkar: pantanir@bjartur.is lokar hins vegar ekkert og hægt að ná í okkur þar.
Út er komin hjá Veröld bókin STERKARI Í SEINNI HÁLFLEIK – Spennandi umbreytingar og heillandi tækifæri í framtíðinni eftir Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur. Á miðjum aldri eiga sér stað miklar breytingar í lífi okkar. Þá er mikilvægt að staldra við, taka leikhlé og íhuga stöðu okkar svo við getum mætt sterkari til leiks í seinni hálfleik. Takist okkur
Bjartur bókaútgáfa hefur endurútgefið í kilju skáldsöguna Tímaþjófinn eftir Steinunni Sigurðardóttur. Tímaþjófurinn segir frá Öldu Ivarsen, gáfaðri og glæsilegri konu, tungumálakennara við Menntaskólann í Reykjavík. Hún er af góðum ættum og býr einhleyp við ágætan efnahag. Líf hennar virðist í traustum skorðum þar til ástir takast með henni og samkennara hennar. Sambandið umturnar lífi hennar
Út er komin hjá Veröld bókin Fyrirboðar og tákn – Auðnuspor og ólánsvegir í daglegu lífi eftir Símon Jón Jóhannsson. Hvað táknar appelsínugulur litur? Hverju geta menn átt von á ef þeir klippa neglurnar á föstudegi? Hvaða dagar eru heppilegir til brúðkaupa? Af hverju er vissara að forðast að gefa veiku fólki hvít blóm? Hvaða merkingu hefur talan
Út er komin hjá Veröld spennusagan Konan sem hvarf eftir Önnu Ekberg. Louise býr með rithöfundinum Joachim í litlu þorpi á eyjunni Christiansø. Dag nokkurn kemur ókunnur maður inn á kaffihúsið sem hún rekur og segist vera eiginmaður hennar. Hún heiti Helene, sé tveggja barna móðir og hafi horfið fyrir þremur árum. Þetta setur