Fimmtudaginn 22. ágúst kemur út lokahnykkurinn í Millennium-bálkinum um Lisbeth Salander og Mikael Blomkvist. Stieg Larsson hóf hann sem kunnugt er með Karlar sem hata konur en síðan komu Stúlkan sem lék sér að eldinum og Loftkastalinn sem hrundi. Larsson féll frá langt um aldur fram en við keflinu tók David Lagercrantz og nú er sjötta og síðasta bókin í flokknum væntanleg. Sú sem varð að deyja er komin á lager en okkur er því miður óheimilt að leyfa öðrum að njóta bókarinnar fyrr en á fimmtudaginn. En þá er líka veisla í vændum!