Fréttir — Fréttir

Glæpasagnaverðlaun Yrsu og Ragnars – lumar þú á handriti?

Fréttir

Glæpasagnaverðlaun Yrsu og Ragnars – lumar þú á handriti?

Rithöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson hafa ákveðið að stofna til sérstakra glæpasagnaverðlauna sem nefnast Svartfuglinn í samvinnu við útgefanda sinn, Veröld. Verðlaunin verða veitt fyrir handrit að áður óbirtri glæpasögu og er við það miðað að sagan komi út hjá Veröld í upphafi Viku bókarinnar í apríl ár hvert. Verðlaunin nema 500.000 krónum auk

Meira →


Minnir á Stephen King og Jo Nesbö!

Fréttir

Minnir á Stephen King og Jo Nesbö!

Ítalski tryllirinn Fjallið eftir Luca D’Andrea hóf sigurför sína um heiminn í Þýskalandi þar sem bókin hefur setið í þrjá mánuði á metsölulistanum og kemur nú út um allan heim. Líka hjá Bjarti! Árið 1985 voru þrjú ungmenni myrt í Dólómíta-fjöllunum. Líkin fundust illa útleikin en málið var aldrei upplýst. Þrjátíu árum seinna heyrir bandaríski

Meira →


„Á pari við Konuna í lestinni“

Fréttir

„Á pari við Konuna í lestinni“

Loksins er hún komin! Fyrst lagði Paula Hawkins heiminn að fótum sér með Konunni í lestinni en nú er það Drekkingarhylur. Síðustu dagana fyrir dauða sinn hringdi Nel Abbott margoft í Jules systur sína, en hún hundsaði hróp hennar á hjálp – og Nel drekkti sér. Jules hafði heitið sjálfri sér því að snúa aldrei

Meira →


Undarleg augnablik og pínlegar uppákomur

Fréttir

Undarleg augnablik og pínlegar uppákomur

Út er komin hjá Veröld bókin Flökkusögur eftir Sigmund Erni Rúnarsson. Hér er að finna gömul hjón á strípibar í New Orleans, rottur og bækluð börn í Varanasi, himneska stund með Sophiu Loren, elskendur í blóði sínu í Sarajevo, innmúraðan mann í Palestínu, átta smokka nótt í Nata, skítafangara í París, mann sem tapaði fjalli

Meira →


„Algjört meistaraverk“

Fréttir Uncategorized

„Algjört meistaraverk“

Út er komin hjá Veröld skáldsagan Brestir eftir Fredrik Backman, höfund metsölubókarinnar Maður sem heitir Ove. Brestir er áhrifamikil skáldsaga um lítinn bæ með stóra drauma – og hversu dýru verði þeir eru keyptir. Þetta er saga um órjúfanlega vináttu tveggja unglingsstelpna, um sautján ára stráka sem spila íshokkí með heiður smábæjar á herðum sér, um ástríðu og fjölskyldubönd, liðsanda

Meira →