Fagurskinna er ný deild innan Bjarts & Veraldar sem veitir einstaklingum, félagasamtökum og stofnunum útgáfuþjónustu. Í því felst forlagsritstjórn, prófarkalestur, hönnun, umbrot, samskipti við prentsmiðjur og síðan útgáfa og eftirfylgni á markaði. Fyrsta bók Fagurskinnu mun líta dagsins ljós á fyrri hluta árs 2020.
Í forlagsritstjórn felst meðal annars rækilegur lestur á handriti með tilliti til framsetningar efnis og texta, ráðleggingar um efnisskipan, hugsanlegar styttingar, efnisþætti sem þyrftu aukið vægi, fyrirsagnir, málfar og myndanotkun, þ.m.t. töflur, kort og skýringarmyndir, í samráði við höfunda viðkomandi verks.
Fagurskinna annast hönnun verksins og umbrot, prófarkalestur, samanburð og lokafrágang, skilar verkinu til prentsmiðju og sér um öll samskipti við hana. Á hendi útgefand er líka að hanna og brjóta um innsíður, þar með taldar töflur og skýringarmyndir, saurblöð, bindi, kápur og annan umbúnað verksins.
Teymið á bak við Fagurskinnu gefur gáð ráð um val á ljósmyndum. Lesnar eru að minnsta kosti tvær prófarkir, auk þess sem þær eru bornar saman. Þá hefur útgáfan umsjón og eftirlit með öllum verkþáttum. Að endingu velur forlagið prentsmiðju og annast öll samskipti við hana, kemur verkinu á markað og sér um og markaðsmál ef þess er óskað.