Í þessari áhugaverðu og skemmtilegu bók er að finna skýringar á fjölmörgum táknum og fyrirboðum sem birtast okkur í daglegu lífi. Hér færðu innsýn í heillandi veröld þar sem fátt er sem það sýnist. Ómissandi handbók fyrir alla þá sem vilja skilja duldar víddir tilverunnar!
Símon Jón Jóhannsson þjóðfræðingur hefur ritað fjölda bóka um drauma, hjátrú, fyrirboða og tákn. Hér leitar hann bæði í íslenska og erlenda þjóðtrú sem og táknfræði og dulspeki af ýmsum toga.
Fyrirboðar og tákn er 330 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson braut um og hannaði innsíður og Jón Ásgeir sá um kápuhönnun.