Vertu sterkari í seinni hálfleik!

Fréttir

Vertu sterkari í seinni hálfleik!
Út er komin hjá Veröld bókin STERKARI Í SEINNI HÁLFLEIK – Spennandi umbreytingar og heillandi tækifæri í framtíðinni eftir Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur. Á miðjum aldri eiga sér stað miklar breytingar í lífi okkar. Þá er mikilvægt að staldra við, taka leikhlé og íhuga stöðu okkar svo við getum mætt sterkari til leiks í seinni hálfleik. Takist okkur vel upp eru spennandi tímar framundan. Og framtíðin sem bíður þeirra sem eru miðaldra í dag er gjörólík þeirri sem blasti við fyrri kynslóðum.

Í aðgengilegum og einlægum texta fjallar Árelía Eydís Guðmundsdóttir um þessi mikilvægu ár, en hún hefur sökkt sér niður í rannsóknir 
á þessu skeiði í lífi fólks. Árelía horfir einnig til framtíðar á vinnumarkaði þar sem nýr og framandi veruleiki blasir við fólki á miðjum aldri með spennandi möguleikum – ef við spilum rétt úr okkar spilum.

Ómissandi bók fyrir alla þá sem vilja eiga möguleika á að njóta lífsins til fulls í seinni hálfleik ævinnar og taka þátt í atvinnulífi og samfélagi framtíðarinnar af fullum krafti.

Sterkari í seinni hálfleik er 195 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson braut um og hannaði innsíður og Jón Ásgeir sá um kápuhönnun. Bókin er prentuð í EIstlandi. 

 


Eldri fréttir Nýrri fréttir