„Randalín og Mundi eru bæði mjög sjarmerandi persónur og vinátta þeirra er mikilvægur þáttur bókarinnar. skrifar María Bjarkadóttir á Bókmenntir.is um bók Þórdísar Gísladóttur, Randalín og Mundi í Leynilundi. „Myndskreytingarnar í bókinni eru stórskemmtilegar og ómissandi partur af sögunni (…) Randalín og Mundi í Leynilundi er afar hugljúf bók þar sem er fjallað um stór mál og
„Hann er hlýr, hann er mennskur, hann hefur áhuga á manneskjunni,“ sagði Kolbrún Bergþórsdóttir í Kiljunni í gær; „áhuga á því hlutskipti að vera maður.“ Og þá var hún að tala um Jón Kalman Stefánsson. Hún sagði að í nýju skáldsögunni hans, Fiskarnir hafa enga fætur, væru gífurlega fallegar lýsingar á móðurmissi … og að
„Það eru glitrandi fallegar setningar í þessari bók og eftirminnilegar sviðsetningar og kaflar,“ segir Jón Yngvi Jóhannesson í umfjöllun sinni um skáldsöguna 1983 eftir Eirík Guðmundsson í Fréttablaði dagsins. Hann segir ennfremur að textinn sé „stútfullur af tilvísunum í þann tíma sem hún lýsir, tónlist, bókmenntir, vörumerki og persónur úr samtíma hennar senda lesandann í
Eldur, í þýðingu Þórdísar Gísladóttur, fékk svona glimrandi dóm í Morgunblaði gærdagsins. Anna Lilja Þórisdóttir skrifar: Einkenni bókarinnar eru snjallar persónulýsingar … (og svo) er hversdagslegum raunum stúlknanna afar vel lýst, af miklu innsæi og skilningi en samt með undirliggjandi kímni.“ Niðurstaða hennar í fáum orðum er: „Í stuttu máli má segja að þessi nokkuð
Randalín og Mundi í Leynilundi eftir Þórdísi Gísladóttur fær fjórar stjörnur í Fréttablaði dagsins! Það er Halla Þórlaug Óskarsdóttir sem skrifar og nú gefum við henni orðið: Sagan um Randalín og Munda í Leynilundi er sjálfstætt framhald bókarinnar Randalín og Mundi eftir Þórdísi Gísladóttur sem kom út árið 2012. Sú hlaut Fjöruverðlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana sama ár. Nýja bókin um