„Randalín og Mundi eru bæði mjög sjarmerandi persónur og vinátta þeirra er mikilvægur þáttur bókarinnar. skrifar María Bjarkadóttir á Bókmenntir.is um bók Þórdísar Gísladóttur, Randalín og Mundi í Leynilundi. „Myndskreytingarnar í bókinni eru stórskemmtilegar og ómissandi partur af sögunni (…) Randalín og Mundi í Leynilundi er afar hugljúf bók þar sem er fjallað um stór mál og smá af innsæi og virðingu fyrir lesandanum. Þetta eru mál sem börn ræða sín á milli og sem þau pæla í, svo sem foreldrar og heimilisaðstæður, sorg og fólk sem deyr og velferð bæði manna og dýra.“
Dóm Maríu Bjarkar má sjá í heild sinni hér.