Glitrand fallegar setningar og goðsagnalegt umhverfi

Fréttir

Glitrand fallegar setningar og goðsagnalegt umhverfi

„Það eru glitrandi fallegar setningar í þessari bók og eftirminnilegar sviðsetningar og kaflar,“ segir Jón Yngvi Jóhannesson í umfjöllun sinni um skáldsöguna 1983 eftir Eirík Guðmundsson í Fréttablaði dagsins. Hann segir ennfremur að textinn sé „stútfullur af tilvísunum í þann tíma sem hún lýsir, tónlist, bókmenntir, vörumerki og persónur úr samtíma hennar senda lesandann í ýmsar áttir og þótt umhverfið geti verið kunnuglegt er það líka framandi á stundum og hálf goðsagnalegt.“


Eldri fréttir Nýrri fréttir