Aflausn Yrsu

Fréttir

Aflausn Yrsu

Út er komin hjá Veröld bókin Aflausn eftir Yrsu Sigurðardóttur. Ráðist er á unglingsstúlku á salerni í kvikmyndahúsi. 
Á óhugnanlegum myndskeiðum sem send eru vinum hennar á Snapchat sést þessi vinsæla stelpa ítrekað biðjast fyrirgefningar – en á hverju og af hverju?

Lögreglan er ráðalaus í leit sinni að ofbeldismanninum og stúlkunni, sem er horfin. Og þá tekur málið ískyggilega stefnu. Í Aflausn stíga fram á sviðið sömu aðalpersónur og í Soginu og DNA, bestu íslensku glæpasögunni árið 2014. 

Eyjólfur Jónsson braut bókina um en Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápu.


Eldri fréttir Nýrri fréttir