Tvísaga Ásdísar Höllu

Fréttir

Tvísaga Ásdísar Höllu

Út er komin hjá Veröld bókin Tvísaga – móðir, dóttir, feður eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur. 

Þótt ég ég grátbæði hana var ég ekki viss um að mamma segði mér sannleikann um hver raunverulegur faðir minn væri. En hvort sem henni líkaði betur eða verr þá var kominn tími til að feluleiknum lyki eftir áratuga þögn.

 

Fjölskyldusaga Ásdísar Höllu Bragadóttur er í meira lagi dramtísk. Hér segir frá ungri, einstæðri móður í Höfðaborginni í baráttu við barnaverndarnefnd, bræðrum sem sendir eru í fóstur á Silungapoll og bíða þess aldrei bætur. Við sögu koma líka unglingsstúlka sem smyglar læknadópi inn á Litla Hraun, menn sem hún heldur að séu feður hennar, amma og stjúpafi sem búa í torfkofa uppi á Hellisheiði, berfætt telpa sem stendur ein undir vegg í snjó og myrkri og kona sem verður tvísaga.

 

Vel skrifuð, opinská og einlæg frásögn þar sem Ásdís Halla Bragadóttir segir einstaka sögu móður sinnar – og þeirra mæðgna. Saga þeirra er full af gleði en líka djúpum harmi, vonum og vonbrigðum og sannleika sem aldrei er einhlítur. Tvísaga er bók sem kemur á óvart og lætur engan ósnortinn.

Eyjólfur Jónsson braut bókina um en Jón Ásgeir Hreinsson hannaði kápu.


Eldri fréttir Nýrri fréttir