„Sannferðug lýsing á vinnubrögðum lögreglunnar,“ skrifar Ingvi Þór Kormáksson á Bókmenntir.is um Hlustað eftir Jón Óttar Ólafsson – en segist þó vona að þar þrífist þó ekki sú spilling sem lýst er í sögunni. „Nýr höfundur hefur stigið fram í sviðsljósið með sérlega raunsæja og kraftmikla glæpasögu,“ skrifar Ingvi Þór og fagnar því, einsog vera ber!
Út er komin hjá Veröld bókin Tröllastrákurinn sem gat ekki sofnað eftir Sigríði Arnardóttur, Sirrý Tröllastrákurinn Vaki leikur sér í sveitinni allan liðlangan daginn en þegar nóttin læðist yfir sveitina fer allt að titra og skjálfa. Foreldrar Vaka hrjóta svo hátt og ógurlega í hellinum að hvorki Vaki né dýrin í sveitinni geta sofið. Ekki
Út er komin hjá Veröld Steingrímur J – Frá Hruni og heim sem Björn Þór Sigbjörnsson hefur skráð Steingrímur J. Sigfússon hefur um árabil verið í framlínu íslenskra stjórnmála og hafa fáir lent í viðlíka sviptivindum. Í þessari áhugaverðu og opinskáu bók ræðir Steingrímur við Björn Þór Sigbjörnsson um eitt erfiðasta verkefni íslenskrar stjórnmálasögu: að
Fyrir helgi fóru síðustu Bjartsbækur ársins 2013 í dreifingu um land allt. Það var sænski krimminn Gröfin á fjallinu og hin ótrúlega bráðskemmtilega barnabók Undarlegar uppfinningar Breka og Dreka sem fóru saman á sendibílum frá Bjartslagernum í bítið á föstudag. Hér geturðu skoðað útgáfubækling ársins 2013!