Nýjasta bókin í neon heitir Beðið fyrir brottnumdum. Hún er eftir amerísku skáldkonuna Jennifer Clement, sem hefur löngum verið búsett í Mexíkó, og kom fyrst út á ensku í vor. Hún er væntanleg á yfir 20 tungumálum. Þetta er reglulega falleg – og átakanleg – bók, um örlög fátæks fólks í afskekktu þorpi í Mexíkó.
Neon-bókin hefur verið send áskrifendum – en þeir sem ganga í klúbbinn fyrir 19. júní næstkomandi, fá bókina senda heim á neon-kjörum! Föstudaginn 20. júní verður henni dreift í bókaverslanir.
Neon hefur verið kallaður besti bókaklúbbur í heimi. Glænýjar þýðingar, beint í kilju, á heimsins litteratúr. Bækurnar eru sendar áskrifendum heim að dyrum, og dreift í bókabúðir skömmu síðar.
Þú fylgist með heiminum í gegnum Neon.