Út er komin hjá Veröld spennusagan Náttblinda eftir Ragnar Jónasson en útgáfuréttur á bókinni hefur þegar verði seldur til Englands. Lögreglumaður á Siglufirði er skotinn með haglabyssu af stuttu færi um miðja nótt. Ung kona flýr þangað norður undan ofbeldisfullum sambýlismanni. Og sjúklingur er lagður inn á geðdeild í Reykjavík gegn vilja sínum. Þessir þræðir
Höfundur Bréfabókar, Mikhail Shishkin, les upp og situr fyrir svörum, þriðjudaginn 21. október klukkan fimm. Sólon Íslandus, Bankastræti, 2. hæð. Það eru Bjartur, rússneskan í Háskóla Íslands og Reykjavík Bókmenntaborg Unesco sem bjóða lesendum upp á þennan viðburð. Rebekka Þráinsdóttir aðjúnkt í rússensku stýrir dagskránni. Guðrún Vilmundardóttir útgáfustjóri Bjarts segir frá Bréfabók og neon-klúbbi Bjarts
Mikhail Shishkin, höfundur Bréfabókar, verður gestur Bjarts í Reykjavík í næstu viku. Á þriðjudaginn, klukkan fimm, bjóðum við, Rússneskudeild Háskóla Íslands og Reykjavík Bókmenntaborg Unesco til fundar við skáldið. Nánari dagskrá og staðsetning verða auglýst síðar. En takið tímann frá! Klukkan fimm á þriðjudag.
Hin bráðfallega og lærdómsríka CHINEASY – það er leikur að læra kínversku – hefur nú lagt í haf frá Rotterdam og verður í Reykjavíkurhöfn á mánudaginn kemur. Bókinni verður dreift í verslanir í næstu viku. Chineasy er ný sjónræn aðferð til þess að kenna kínversk tákn. Við hjá Bjarti lofum því ekki að lesendur verði
Út er komin hjá Veröld bókin Matargatið eftir Theodóru Sigurðardóttur Blöndal. Hér er á ferðini nýstárleg og glæsileg matreiðslubók fyrir börn á öllum aldri, skrifuð af höfundi sem samhliða því að vera mikill matgæðingur hefur eldað með og fyrir börnin á leikskólanum Laufásborg um árabil við miklar vinsældir barnanna og foreldra þeirra. Theodóra er óhrædd