Hlustað komin út á frönsku

Fréttir

Hlustað komin út á frönsku

Spennusagan Hlustað eftir Jón Óttar Ólafsson kom út hjá Bjarti haustið 2013. Norsk þýðing kom út síðasta vor og Jón Óttar gerði víðreist á Krimi-fest víðsvegar um hinn langa Noreg, og nú er frönsk þýðing komin út hjá forlaginu Presses de la Cité. Une ville sur écoute heitir hin gæjalega franska versjón í þýðingu Jean-Christophe Salaun.

Jón Óttar situr nú við skriftir og leggur lokahönd á annan hlutann í trílógíunni, en ný bók er væntanleg nú í haust.


Eldri fréttir Nýrri fréttir